Fréttir / News

Áhugaverð og opin ráðstefna um mannréttindi

  |   Fréttir af stofunni

Þann 24. október næstkomandi stendur Mannréttindastofnun Háskóla Íslands fyrir áhugaverðri ráðstefnu í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá lögfestingu Mannréttindasáttmála Evrópu.

Margir af fremstu fræðimönnum þjóðarinnar á sviði mannréttinda munu halda erindi að þessu tilefni, m.a. hæstaréttarlögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson, stofnandi og einn eiganda Réttar lögmannsstofu. Ragnar hefur með störfum sínum í gegnum tíðina verið ötull baráttumaður fyrir mannréttindavernd á Íslandi.

Frekari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar er að finna á vef Mannréttindastofnunar.

Aðgangur á ráðstefnuna í ókeypis en þurfa gestir að skrá sig til leiks fyrir 20. október. Hér er hægt að skrá sig.