Réttur | Fréttir af Friðriki
8534
single,single-post,postid-8534,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,,,wpb-js-composer js-comp-ver-3.6.12,vc_responsive
 

Fréttir / News

Friðrik - Réttur

Fréttir af Friðriki

  |   Fréttir af stofunni

Rétti barst góður liðsauki þegar Friðrik Ársælsson gekk til liðs við stofuna á dögunum. Fjallað hefur verið um innkomu Friðriks  á síðum viðskiptablaða landsins undanfarið en Friðrik út­skrifaðist með LLM gráðu frá Har­vard Law School í vor. Áður hafði hann m.a. starfað hjá embætti sérstaks saksóknara og LOGOS. Friðrik er stunda­kenn­ari við Há­skóla Íslands og kenn­ir meðal ann­ars í nám­skeiðunum op­in­bert markaðseft­ir­lit, og fé­laga­rétt­ur og fjár­mála­markaðir á meist­ara­stigi. Réttur notar tækifærið og býður Friðrik hjartanlega velkominn í hópinn og bendir þeim vilja kynna sér feril hans nánar á umfjallanir Viðskiptablaðsins, Morgunblaðsins og Vísis.