Fréttir / News

Ragnar Aðalsteinsson fjallar um kirkjugrið hælisleitenda

  |   Fréttir af stofunni

Á dögunum veitti Ragnar Aðalsteinsson vefmiðlinum Eyjunni viðtal um lögmæti umdeildra aðgerða presta í máli tveggja hælisleitenda frá Írak.

Aðfararnótt 28. júní sl. ákváðu Toshiki Toma og Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestar Lauganeskirkju, að láta reyna á fornar venjur um kirkjugrið. Þær venjur fela í sér að sá sem sóttur er með vopnavaldi megi leita sér skjóls í kirkju og njóti friðhelgis meðan hann dvelur þar. Lögregla mætti hins vegar í kirkjuna og voru hælisleitendurnir fluttir úr landi.

Ragnar sagði prestana ekki hafa brotið nein lög.

„Það var að sjálfsögðu ekki neitt afbrot fólgið í því sem gert var. Hvorki læstu kirkjunnar menn kirkjunni né reyndu þeir að hindra lögregluna í því sem að hún gerði, hvort sem það var nú löglegt eða ólöglegt. Það er fjarri lagi að um lögbrot hafi verið að ræða. Þarna var ekki verið að reyna að tálma framfylgd ákvarðanna æðri stjórnvalda. Það var bara verið að sýna mönnunum samstöðu í kirkjunni. Það hefði líka verið hægt að gera í hvaða byggingu sem er eða jafnvel undir beru lofti.“

Viðtalið má lesa hér.

Tenglar um efnið:

Frétt RÚV um málið, 27. júní 2016
Frétt RÚV um málið, 28. júní 2016
Frétt Stundarinnar um málið, 28. júní 2016
Umfjöllun Vísindavefsins um kirkjugrið, 20. nóvember 2015