Fréttir / News

Lögmenn Réttar í umtöluðu lögbannsmáli

  |   Fréttir af stofunni

Sigríður Rut Júlíusdóttir hrl. og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir hdl., starfsmenn Réttar, fluttu í dag mál stefndu, fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media, í lögbannsmáli Glitnis HoldCo.

Á meðan aðalmeðferðinni stóð tók Héraðsdómur Reykjavíkur til úrskurðar kröfu stefnandans Glitnis um að vitni málsins skyldu svara efnislega spurningum um heimildir sem fréttaflutningur Stundarinnar og Reykjavík Media byggði á. Með úrskurðinum var beiðni stefnanda hafnað.

Málið hefur fengið mikla umfjöllun fjölmiðla í dag, meðal annars hér:

RÚV:
„Sagði lögbannið skjaldborg um Bjarna“
„Lögbann snýst hvorki um Bjarna né kosningar“
„Lögbannsmál tekið fyrir í héraðsdómi“
„Úrskurðað um hvort upplýsa skal um heimildir“
„Þurfa ekki að svara spurningum um heimildir“

Morgunblaðið:
„Lögbannið snýst ekki um Bjarna Ben“
„Aðalmeðferð í lögbannsmáli Stundarinnar“

Vísir:
„Aðalmeðferð lýkur í dag: Segja lögbannið ekki snúast um fyrrverandi forsætisráðherra“
„Frekar myndum við fara í fangelsi“
„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“

Áður var fjallað um málið á heimasíðu Réttar hér.