Réttur byggir á þeirri grundvallarhugsjón að standa skuli vörð um mannréttindi borgaranna óháð kyni, trú, efnahag, skoðunum, þjóðerni eða stöðu þeirra að öðru leyti. Ragnar Aðalsteinsson, einn stofnenda og eigenda Réttar, hefur um árabil verið talinn helsti frumkvöðull lögmanna hér á landi hvað mannréttindavernd varðar. Réttur leggur áherslu og metnað í að varðveita þá arfleið eftir fremsta megni, og hefur stofan m.a. tekið að sér kennslu mannréttinda á háskólastigi. Réttur hefur mikla reynslu af rekstri dómsmála vegna mannréttindabrota bæði fyrir íslenskum dómstólum og Mannréttindadómstól Evrópu.