Fréttir / News

Fræðirit um mannréttindi til heiðurs Ragnari Aðalsteinssyni

  |   Fréttir af stofunni

„Ragnar Aðalsteinsson hefur áratugum saman verið einn áhrifamesti merkisberi mannréttindabaráttu á Íslandi, hún hefur verið sem rauður þráður í vefnaði lífsferils hans og starfa. Í hverju dómsmálinu af öðru hefur hann varið mannréttindi einstaklinga, tjáningarfrelsi þeirra sem tæpitungulaust hafa fjallað um menn og málefni í ræðum sem ritum eða með öðrum hætti látið í ljósi afstöðu og skoðanir sínar á málum líðandi stundar, réttindi frelsissviptra sem hafa talið á sér brotið í löggæslu- og réttarkerfi landsins, réttindi einstaklinga, sem ekki hafa notið lögbundinna efnahagslegra og félagslegra réttinda, persónuvernd einstaklinga í tengslum við nýjungar og aðgerðir á sviði líftækni, réttindi landeigenda, sem ríkið hefur á síðustu árum reynt að svipta landareignum sínum og höfundarétt listamanna og rithöfunda“ […]

Úr grein Margrétar Heinreksdóttur sem birtist í Ragnarsbók – fræðiriti um mannréttindi til heiðurs Ragnari Aðalsteinssyni, hæstaréttarlögmanni.