Fréttir / News

Sigurður Örn í útvarpsviðtali um hvalveiðar

  |   Fréttir af stofunni

Í Morgunþætti Rásar 1 og Rásar 2 fyrr í dag fjallaði Sigurður Örn Hilmarsson, einn af eigendum Réttar, um ýmis verkefni sem lögmenn Réttar hafa sinnt undanfarið í tengslum við hvalveiðar við Íslandsstrendur. Sigmar Guðmundsson, fréttamaður Ríkisútvarpsins tók viðtalið.

Nýjasta málið varðar kæru til héraðssaksóknara fyrir hönd dýra- og náttúruverndarsamtakanna Jarðarvina vegna háttsemi lögreglu í óvenjulegu máli sem fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um fyrr í þessum mánuði. Þar kom fram að lögregla hefði skotið hnúfubak, sem er alfriðað dýr, að því er virðist yfir 50 sinnum í stað þess að reyna að losa það úr veiðarfærum línubáts.

Í viðtalinu var einnig vikið að öðrum verkefnum tengdum hvalveiðum sem lögmenn Réttar hafa sinnt fyrir sömu samtök og einnig Náttúruverndarsamtök Íslands.

Viðtalið við Sigurð var í upphafi Morgunþáttarins og má hlusta á það hér.