Fréttir / News

Þrjú mál í fréttum

  |   Fréttir af stofunni

Fjallað var um þrjú mál lögmanna Réttar í fréttum í gær.

Eftir umfjöllun Kveiks í síðustu viku hafa málefni bílaleigunnar Procar verið til mikillar umfjöllunar. Í frétt Ríkisútvarpsins í gær var rætt við Pál Bergþórsson um þá stöðu að margir aðilar vilja leita réttar síns vegna þess að bílaleigan færði niður kílómetratölu seldra bíla.

Þá féll dómur í máli albönsku Reka-fjölskyldunnar gegn Þjóðskrá í gær. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur um niðurstöðu dómsins. RÚV, Fréttablaðið, Grapevine og Vísir fjölluðu einnig um niðurstöðuna.

Í gær féll einnig dómur í títtræddu sakamáli sem varðar dyraverði og skemmtistaðinn Shooters við Austurstræti. Sigurður Örn Hilmarsson var réttargæslumaður annars dyravarðarins. Héraðsdómur dæmdi viðkomandi miskabætur að fjárhæð 6.000.000 kr. og féllst á viðurkenningarkröfu vegna varanlegs líkamstjóns. Fjallað er um málið hér.