Fréttir / News

Myndin er eftir Harald Guðjónsson @ Viðskiptablaðið

Sigurður Örn ritari stjórnar LMFÍ

  |   Fréttir af stofunni

Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti og einn af eigendum Réttar var kjörinn varamaður í stjórn Lögmannafélags Íslands á aðalfundi þess þann 25. maí síðastliðinn. Sigurður mun gegna hlutverki ritara stjórnar LMFÍ og hefur tekið fast sæti Ástráðs Haraldssonar í aðalstjórn, en hann var skipaður héraðsdómari fyrr á árinu.

Aðrir meðlimir nýrrar stjórnar Lögmannafélagsins eru Heiðrún Jóns­dótt­ir, Hjör­dís Harðardótt­ir, Stefán A. Svens­son og Berglind Svararsdóttir, formaður. Mbl.is greindi frá því nýlega að Berglind er einungis önnur konan sem gegnt hefur hlutverki formanns í 107 ára sögu félagsins en Þór­unn Guðmunds­dótt­ir, lögmaður var formaður fyrir rúmum 20 árum.

Sigurður er annar lögmanna Réttar sem hefur tekið sæti í stjórn Lögmannafélagsins, en Ragnar Aðalsteinsson var í stjórn á árunum 1974 til 1976 og aftur á árunum 1992 til 1995 þegar hann gegndi formennsku.