Kærur til MDE
Í fyrradag fjallaði Ríkisútvarpið um þá staðreynd að samtökin Stígamót hafa óskað eftir aðstoð Réttar við að kæra niðurfelld ofbeldis- og nauðgunarmál fyrir þolendur til Mannréttindadómstóls Evrópu. Nokkur fjöldi kvenna hefur þegar samþykkt að láta reyna á niðurfellingu mála sinna með kerfisbundnu átaki og mun Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, einn af eigendum Réttar hafa yfirumsjón með því ferli. Málin verða að hafa verið kærð til ríkissaksóknara og niðurfelling þeirra staðfest þar á síðustu sex mánuðum en til að dómstóllinn geti tekið þau fyrir.
Áður hafði verið greint frá málinu í fréttatíma Stöðvar 2 og grein á Vísi en þar sagði Sigrún um hátt niðurfellingarhlutfall í málaflokknum:
„Það virðist einhver skekkja í því kerfi og það er mikilvægt fyrir alla aðila málsins að það komi rétt niðurstaða út úr þessu þannig að þolendur njóti réttlátrar málsmeðferðar og sömuleiðis þeir aðilar sem eru kærðir,”
Þessi mál eru ekki einu ofbeldismálin gegn konum sem stofan vinnur að fyrir Mannréttindadómstól Evrópu um þessar mundir, en nýverið var greint frá því að Sigrún og samstarfskona hennar, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður hefðu kært mál Nöru Walker til dómstólsins. Um það hefur m.a. verið fjallað í ástralska ríkisfjölmiðlinum ABC, á Vísi og í Mannlífi.