Claudie Wilson fjallar um jafnréttismál
Claudie Wilson, einn af lögmönnum Réttar, var í kvöld viðmælandi í fréttatíma Ríkisútvarpsins og Kastljósi vegna umfjöllunar um málefni kvenna af erlendum uppruna.
Fyrr í dag birti Kjarninn frétt um nýja yfirlýsingu hóps kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og frásagnir þeirra af kynferðisofbeldi, fordómum, mismunun o.fl. sem hluti af yfirstandandi #Metoo-byltingu í íslensku samfélagi. Claudie var ein þeirra sem skrifaði undir yfirlýsingu hópsins.
Í fréttatímanum sagði Claudie að frásagnir hópsins gæfu til kynna kynþáttamisrétti og að ljóst væri að sumar konur hefðu ekki nægilegar upplýsingar um réttarstöðu sína.
Í Kastljósi fjallaði hún sérstaklega um erfiðar sönnunarkröfur til útlendinga sem sækja um endurnýjun dvalarleyfis á grundvelli misnotkunar eða ofbeldis af hálfu maka og sagði:
„Þarna skiptir engu máli, finnst mér, við matið hvaða menningarheimi viðkomandi er að koma frá og verður sendur aftur til í kjölfar skilnaðar.“
Áður greindi frá því á heimasíðu Réttar að í desember 2017 hélt Claudie hugvekju við þingsetningu, þar sem hún gagnrýndi jafnréttisstefnu núverandi ríkisstjórnar og sérstaklega að hún snúi ekki að þeim 13% landsmanna sem eru innflytjendur, sjá hér.
Sjá má myndskeið úr fréttatíma Ríkisútvarpsins hér og umfjöllun Kastljóss hér.