Hvaða reglur gilda um flug dróna á Íslandi?
Í dag birtist greinin „Fljúga hvítu flygildin fyrir utan glugga“ á vefmiðlinum Rómi. Höfundur hennar er Jórunn Pála Jónasdóttir, meistaranemi í lögfræði og starfsmaður Réttar.
Í greininni er fjallað um þær takmörkuðu lagareglur sem gilda um dróna á Íslandi. Í umfjöllun greinarinnar um friðhelgissjónarmið segir meðal annars:
„…í núverandi kerfi er ekki víst að lögreglan gæti gert neitt í tilviki drónans jafnvel þótt hann yrði klófestur með einhverjum hætti þar sem stjórnandi drónans gæti verið í hvarfi. Þetta skapar aðstæður sem borgarar hafa ekki staðið frammi fyrir áður og í Bandaríkjunum eru mörg dæmi þess að fasteignareigendur hafi tekið lögin í sínar eigin hendur og skotið niður dróna á flugi yfir fasteignum þeirra þar sem þótti brotið gegn friðhelgi þeirra.“
Greinina má nálgast hér.