„Konur í Nýló“ á skrifstofu Réttar
Á skrifstofu Réttar á Klapparstíg 25-27 hefur verið sett upp sýningin „Konur í Nýló“. Sýningin samanstendur af tíu verkum eftir listakonurnar Svölu Sigurleifsdóttur, Rósku, Rúrí og Valdísi Óskarsdóttur.
Í frétt Nýlistasafnsins um sýninguna á vefsíðu Sarpsins segir:
„Verkin á sýningunni fjalla um hvað hefur áunnist frá því að konur hlutu kosningarétt árið 1915 og varpa fram ótal hugmyndum um ýmsar tegundir valds, mismunandi baráttumál, innri og ytri átök sem og samhengi hlutanna.“
Konur í Nýló er önnur sýningin sem Nýlistasafnið lætur setja upp á skrifstofu Réttar, en á undan henni hafði breytileg sýning verið í húsnæðinu frá því snemma árs 2013.
Lögmenn Réttar hafa starfað með Nýlistasafninu allt frá stofnun þess árið 1978.
Sjá umfjöllun Nýlistasafnsins um sýninguna hér.
Mynd við frétt: Rúrí, Gullinn bíll (Golden Car – Happening), 1976, í eigu Nýlistasafnsins. Ljósmynd: Vigfús Birgisson.