Sex lögmenn Réttar í Legal 500
Sex lögmenn Réttar hafa verið valdir sem leiðandi lögmenn á Íslandi í nýjustu útgáfu árlegs fagtímarits hins virta matsfyrirtækis Legal 500. Mælt hefur verið með Rétti – Aðalsteinsson & Partners í Legal 500 um árabil en aldrei hafa áður verið jafn margir lögmenn stofunnar fengið viðurkenningu.
Ragnar Aðalsteinsson, Sigurður Örn Hilmarsson og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir hlutu meðmæli á sviði málflutnings og úrlausnar ágreiningsmála. Legal 500 flokkar Rétt sem fyrsta flokks lögmannsstofu á Íslandi á þessu sviði og lýsir lögmannsþjónustunni sem í hæsta gæðaflokki:
The ‘target-orientated’ dispute resolution practice at Réttur – Adalsteinsson & Partners provides the ‘highest level’ of legal service. Sigurður Örn Hilmarsson and senior associate Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, who are both ‘very talented’, successfully defended Icelandic Water Holdings in a €15m trade mark dispute. Ragnar Aðalsteinsson, who is joint head of the team alongside Hilmarsson, is described as ‘one of the best litigators in Iceland for decades’.
Friðrik Ársælsson hlaut meðmæli á sviði fjármálastarfsemi, fjármála og fjármagnsmarkaða vegna vinnu hans fyrir Bayerische Landesbank, Commerzbank AG, BNP Paribas og fleiri umbjóðendur.
Kári Hólmar Ragnarsson og Sigurður Örn Hilmarsson hlutu meðmæli á sviði endurskipulagningar og ógjaldfærni vegna vinnu þeirra fyrir erlenda banka á borð við BNP Paribas, Raiffeisen Bank International og Commerzbank í umfangsmiklum riftunarmálum:
Réttur – Adalsteinsson & Partners defended several foreign banks, including BNP Paribas and Raiffeisen Bank International, in rescission claims from winding-up committees of Icelandic banks with an aggregate value of €220m. The practice also represents Commerzbank in two disputes against LBI valued at €40m. The ‘outstanding, extremely bright and very commercial’ Kári Hólmar Ragnarsson heads the team alongside Sigurður Örn Hilmarsson.
Áður var fjallað um riftunarmál á heimasíðu Réttar, sjá hér.
Sigríður Rut Júlíusdóttir og Ragnar Aðalsteinsson hlutu meðmæli á sviði tækni, fjölmiðla og fjarskipta og hugverkaréttar vegna vinnu fyrir Stundina, Fréttatímann og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Umfjöllun um framangreinda vinnu má sjá hér, hér, hér og hér.
Loks hlaut stofan sem heild meðmæli á sviði félagaréttar og fyrirtækjalögfræði (commercial, corporate and M&A) vegna vinnu fyrir BNP Paribas, Fortress Credit Advisor, Icelandic Water Holdings og RUSAL.
Lesa má umsagnir um einstaka lögmenn og nánar um þau verkefni sem leiddu til framangreinds vals hér.