Fréttir / News

Sigrún Ingibjörg nýr eigandi á Rétti

  |   Fréttir af stofunni

Sigrún Ingibjörg Gísladóttir hefur bæst í hóp eigenda hér á Rétti – Aðalsteinsson & Partners. Fjallað er um málið í fréttum VísisViðskiptablaðsins og á Mbl.is í dag.

Helstu sérsvið Sigrúnar eru alþjóðlegur fyrirtækjaréttur, Evrópuréttur, skaðabótaréttur, persónuvernd og fjölmiðlaréttur. Sjá má nánari upplýsingar um náms- og starfsferil Sigrúnar hér.

Aðspurð um málið sagði Sigrún:

„Ég hlakka til að takast á við þetta nýja hlutverk og er stolt af þeirri hugmyndafræði Réttar að tryggja grundvallarrétt alls fólks til að vera jafnt að lögum.”

Réttur annast víðtæka hagsmunagæslu fyrir skjólstæðinga sína, auk þess að veita faglega og vandaða ráðgjöf á flestum sviðum lögfræðinnar. Stofan aðstoðar bæði innlend og erlend fyrirtæki, einstaklinga, félög, félagasamtök, stofnanir og sveitarfélög.