Sigur blaðamanns í meiðyrðamáli
Í gær féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem blaðamaður Stundarinnar, Áslaug Karen Jóhannsdóttir, var sýknuð af kröfu fyrrverandi ritstjóra Grapevine um að hafa vegið að æru hans í umfjöllun sinni. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir hdl., einn af lögmönnum Réttar, flutti málið fyrir hönd Áslaugar Karenar.
Fjölmiðlar hafa í dag fjallað ítarlega um málið enda er um áhugaverðan dóm um tjáningarfrelsi fjölmiðla að ræða, þar sem meðal annars reyndi á ummæli í ljósi mikilvægrar þjóðfélagsumræðu, verklag blaðamanna og frásögn af ásökunum um refsiverða háttsemi.
Umfjöllun Stundarinnar má finna hér.
Umfjöllun RÚV má finna hér.
Umfjöllun Vísis má finna hér.
Umfjöllun Mbl má finna hér.
Uppfært: Þann 2. nóvember 2018 staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms.