Þríleikur Ragnars Aðalsteinssonar í Morgunblaðinu
Í dag, 24. september 2015, birtist grein í Morgunblaðinu eftir Ragnar Aðalsteinsson hrl. stofnanda og einn af eigendum Réttar lögmannsstofu. Greinin er sú þriðja sem Ragnar skrifar á 15 ára tímabili um ójöfn kynjahlutföll dómara við Hæstarétt Íslands. Fyrstu greinina skrifaði Ragnar árið 2000 og hana má nálgast hér. Aðra greinina skrifaði hann árið 2006 og er hana að finna hér. Nú er ljóst að Ragnar hefur fundið sig knúinn til að skrifa enn um kynjahlutföllin í Hæstarétti, en þau hafa að undanförnu orðið enn ójafnari en þau voru á þeim tíma sem Ragnar vakti fyrst máls á þessu bagalega ójafnvægi. Að mati Ragnars hefur þessi staða áhrif á trúverðugleika dómstólsins enda endurspeglar hún ekki íslenskt samfélag.