Réttur | Kári Hólmar og falsvonir Öryrkjabandalagsdómsins
8785
single,single-post,postid-8785,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,,,wpb-js-composer js-comp-ver-3.6.12,vc_responsive
 

Fréttir / News

KHR grein

Kári Hólmar og falsvonir Öryrkjabandalagsdómsins

  |   Fréttir af stofunni

Kári Hólmar Ragnarsson hdl., einn af eigendum Réttar, sem stundar doktorsnám í lögfræði við Harvard háskóla um þessar mundir, hefur verið iðinn við fræðiskrif á íslensku undanfarna mánuði.

Meðal nýjustu íslensku greina Kára eru „Lögréttur og lagaráð – Nýjungar í endurskoðun á því hvort lög og lagafrumvörp samrýmast stjórnarskrá samkvæmt tillögum Stjórnlagaráðs“ í 2. tbl. Tímarits lögfræðinga árið 2016 (sjá útdrátt hér) og „Verjandi að eigin vali“ í 2. hefti 12. árgangs Tímarits Lögréttu.

Í nýjasta tölublaði Úlfljóts – tímarits laganema má finna grein Kára sem ber heitið „Falsvolnir Öryrkjabandalagsdómsins? – nýleg dómaframkvæmd um félagsleg réttindi“. Í greininni er fjallað um íslenska dómaframkvæmd um félagsleg réttindi frá aldamótum og í lokaorðum hennar segir:

„Hæstiréttur hefur ekki fallist á málsástæður gegn ríkisvaldinu á grundvelli 1. mgr. 76. gr. stjskr. um rétt til aðstoðar síðan í Öryrkjabandalagsdómi I árið 2000. Ekki er samræmi milli dóma hvað varðar aðferðir og mælikvarða við mat á því hvort brotið sé gegn ákvæðinu. Nýjustu dómar Hæstaréttar benda til þess að rétturinn sé gríðarlega tregur til þess að fjalla um félagsleg réttindi.“

Greinina má nálgast hér.