Fréttir / News

Ragnar telur skýrslu lögreglu um mótmæli vera löglaust plagg

  |   Fréttir af stofunni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 29. október 2014 birtist viðtal við Ragnar Aðalsteinsson hjá Rétti lögmannsstofu um meðferð lögreglu á viðkvæmum persónuupplýsingum sem birtust í samantekt um mótmæli á Íslandi. Umrædd skýrsla hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum undanfarið, ekki síst af þeirri ástæðu að lögregla sendi frá sér eintök af skýrslunni þar sem nöfn og kennitölur um 75 borgara voru læsileg. Í skýrslunni var safnað saman viðkvæmum persónuupplýsingum á borð við stjórnmálaskoðanir viðkomandi einstaklinga.

Ragnar sagði m.a. að skýrsla væri löglaust plagg og að lögregla hefði ekki heimild til að búa til slíkan gagnagrunn um fólk. Þá sagðist Ragnar telja að með dreifingu upplýsinganna hefði lögreglan bakað sér bótaskyldu gagnvart umræddum einstaklingum.

Viðtalið við Ragnar í heild sinni má nálgast hér.