Katrín Oddsdóttir snýr aftur á Rétt
Katrín Oddsdóttir, héraðsdómslögmaður, hefur snúið aftur á Rétt í nýju hlutverki sem ráðgjafi. Katrín hefur sankað að sér viðamikilli reynslu frá því hún starfaði síðast á Rétti, en hún hefur m.a. stundað umfangsmikil félagsstörf og sinnt doktorsnámi við Háskóla Íslands í verkefninu lýðræðisleg stjórnarskrárgerð frá árinu 2020. Katrín sinnir einnig ráðgjöf fyrir Öryrkjabandalag Íslands og NPA miðstöðina.
Réttur fagnar endurkomu Katrínar, enda mun sérfræðiþekking hennar á málefnum er varða mannréttindi, umhverfisvernd, stjórnarskránna og minnihlutahópa nýtast einstaklega vel innan Réttar.