Viðurkenningar frá Legal500 og World Bank Group
Réttur og lögmenn stofunnar halda áfram að fá viðurkenningar frá erlendum matsfyrirtækjum en í nýjasta mati Legal500 sem birt var í síðustu viku hlaut Réttur áframhaldandi viðurkenningu sem framúrskarandi lögmannsstofa á sviði úrlausnar ágreiningsefna eða Dispute Resolution. Auk þess hlaut Réttur áframhaldandi viðurkenningar á sviði hugverkaréttinda og upplýsingatækni (TMT and IP), endurskipulagningar og gjaldþrotaskipta (Restructuring and Insolvency) og fyrirtækja- og viðskiptaréttar (Commercial, Corporate and M&A).
Í umsögnum viðskiptavina um Rétt segir m.a.:
“A small boutique firm in Reykjavik offering personal and professional legal services. Very good communication, professional advice and quick case handling.“
Stefán Örn Stefánsson, lögmaður á Rétti, hlaut einnig viðurkenningu sem rísandi stjarna á sviði fyrirtækja- og viðskiptaréttar hjá Legal500.
Þá hlutu Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, eigandi og lögmaður á Rétti, Linda Íris Emilsdóttir, lögmaður á Rétti, og Jóna Þórey Pétursdóttir, lögfræðingur á Rétti, viðurkenningar frá World Bank Group fyrir framlag sitt til útgáfu fyrirtækisins „Women, Business and the Law 2023“ sem einnig var birt í síðustu viku.
Réttur fagnar viðurkenningunum og þakkar viðskiptavinum stofunnar og kollegum fyrir góðar umsagnir.