Svala Davíðsdóttir hlýtur viðurkenningu fyrir meistararitgerð sína
Svala Davíðsdóttir, fulltrúi á Rétti, er meðal tveggja nýútskrifaðra lögfræðinga sem hljóta viðurkenningu fyrir bestu meistararitgerðina um Mannréttindasáttmála Evrópu og áhrif hans á landsrétt. Ritgerð Svölu ber heitið „Mannréttindi og loftslagsbreytingar: greining á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Verein KlimaSeniorinnen gegn Sviss“. Ritgerðina skrifaði Svala undir leiðsögn Snjólaugar Árnadóttur, dósents við lagadeild HR.
Oddný Mjöll Arnardóttir, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu mun veita viðurkenningarnar á málstofu sem haldin verður í Lögbergi, stofu L101, Háskóla Íslands, miðvikudaginn 20. ágúst nk. klukkan 12, en þá mun Svala fjalla um efni ritgerðarinnar og taka á móti viðurkenningunni sem felst í tækifæri til að fara í starfsnám hjá Mannréttindadómstóli Evrópu í Strassborg, Frakklandi.
Réttur óskar Svölu innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur!