Hæstiréttur staðfestir kröfu hælisleitanda um ógildingu á ákvörðun yfirvalda í máli hans
Í gær, 4. desember 2014, kvað Hæstiréttur upp dóm í máli írasks hælisleitanda gegn íslenska ríkinu. Ragnar Aðalsteinsson hrl. flutti málið fyrir hönd flóttamannsins og fallist var á kröfur hans um að felldur yrði úr gildi úrskurður innanríkisráðuneytisins sem fól í sér synjun á efnislegri málsmeðferð hælisumsóknar hans hér á landi. Málið er nr. 439/2014 og hægt er að nálgast dóminn hér en í honum reynir fyrst og fremst á túlkun laga um hvenær frestur til endursendingar flóttamanns hefst.
Umræddur einstaklingur kom hingað til lands og bað um vernd sem flóttamaður 10. apríl 2012. Hann var að vonum mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar og sagðist líða betur og vera bjartsýnni en hann hefði verið í langan tíma um nýtt og betra líf á Íslandi.