Fréttir / News

Auður Tinna með erindi á Þjóðarspeglinum

  |   Fréttir af stofunni

Þann 3. nóvember 2017 hélt Auður Tinna Aðalbjarnardóttir hdl., einn af lögmönnum Réttar, erindi á málstofu lagadeildar Háskóla Íslands á Þjóðarspeglinum. Málstofan, sem Pétur Dam Leifsson, Vera Knútsdóttir og Davíð Þór Björgvinsson tóku einnig þátt í, kallaðist „The Challenges of International Law and the United Nations related to the Civil War in Syria“.

Erindi Auðar á málstofunni bar heitið „United Nations Consitutional Assistance and Human Rights Protection in Post-Conflict Situations“. Erindið var unnið upp úr meistararannsókn hennar um stjórnarskrárbreytingar og réttindavernd að stríði loknu, og má lesa nánar um efni þess í ágripabók Þjóðarspegilsins hér, á bls. 172.

Málstofan var vel sótt og fékk Auður margar áhugaverðar spurningar um efnið að erindinu loknu.

Þjóðarspegillinn var haldinn í 18. sinn en hann hefur fyrir löngu unnið sér fastan sess sem ein helsta ráðstefnan á sviði félagsvísinda á Íslandi ár hvert. Í ár var boðið upp á um 200 erindi í yfir 50 málstofum þar sem fjallað var um það sem er efst á baugi í rannsóknum á sviði félagsvísinda á Íslandi. Heimasíðu Þjóðarspegilsins má finna hér.