Fréttir / News

Efling í samstarf við Rétt

  |   Fréttir af stofunni

Á heimasíðu Eflingar, sem og í fjölmiðlunum Mbl, RÚV og Vísi, hefur verið greint frá því í dag að fulltrúar Eflingar hafi falið Ragnari Aðalsteinssyni og öðrum lögmönnum Réttar að gæta hagsmuna 18 verkamanna hjá starfmannaleigunni Menn í vinnu.

Mál verkamannanna var til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í byrjun febrúar en í október 2018 fjallaði fréttaþátturinn Kveikur talsvert um aðstæður verkamanna hjá starfsmannaleigunni.

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar segir eftirfarandi í fréttum: „Kjaramálasviði og lögmönnum Eflingar hefur tekist að reka launakröfur með góðum árangri gegn starfsmannaleigum. En það sem við sjáum núna eru nýstárlegar aðferðir, hjá sömu aðilum, við að féfletta fólk framhjá lögum og reglum. Það kallar á að við beitum fyrir okkur nýjum lagalegum vopnum og samstarf okkar við Rétt er dæmi um það. Við erum mjög ánægð að Ragnar Aðalsteinsson og Réttur hafi fallist á að taka málið upp á sína arma.“