Erindi Védísar Evu á málþingi LSÓ um ábyrgð og viðhald opinberra listaverka
Þann 19. nóvember sl. hélt Védís Eva, lögmaður og eigandi á Rétti, erindi um höfundarrétt og sæmdarrétt samkvæmt höfundalögum, á málþingi Listasafns Sigurjóns Ólafssónar á Laugarnestanga. Í erindi sínu fjallaði Védís um rétt myndlistarmanna, á borð við Sigurjón, til höfundarheiðurs og að verk njóti áfram höfundarsérkenna eftir birtingu þeirra. Fjallaði Védís um óheimilar breytingar á verki sem sært geta stolt höfundar og hvernig sæmdarrétturinn horfir við útilistaverkum og mögulegu viðhaldsleysi slíkra verka.
Gerði Védís að umtalsefni samtal sem Birgitta Spur, ásamt Rétti og Myndstefi, hefur átt í við íslenska ríkið og Listasafn Reykjavíkur sem fara með eignarrétt og forvörslu á verki Sigurjóns Saltfiskstöflun sem stendur á Sjómannaskólareitnum og liggur undir miklum skemmdum.
Áhugasamir geta horft á upptöku af málþingi LSÓ í heild sinni hér, en erindi Védísar hefst á 02:51:52.