Fréttir / News

Fjölmiðlar fjalla um rannsókn Kára Hólmars

  |   Fréttir af stofunni

Fyrir stuttu birtu bæði Fréttablaðið og Vísir góða umfjöllun um grein Kára Hólmars Ragnarssonar, sem áður hefur verið fjallað um á heimasíðu Réttar.

Í umfjöllun miðlanna er dregin fram sú niðurstaða Kára að Hæstiréttur hefur aðeins einu sinni, í hinum svonefnda Öryrkjabandalagsdómi árið 2000, fallist á málsástæðu á grundvelli 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar um rétt til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Um þetta segir Kári:

„Þótt fjöldi mála þar sem ákvæðinu er borið við hafi aukist á síðustu árum, þá hefur Hæstiréttur hafnað öllum kröfunum. Í ýmsum tilvikum hefur Hæstiréttur ekki einu sinni tekið afstöðu til ákvæðisins, þótt því sé borið við.“

Einnig er dregin fram sú niðurstaða Kára að það sé aðeins héraðsdómur sem hafi fallist á málsástæðu á grundvelli 76. greinarinnar á undanförnum árum. Það var í dómi um endurgjaldslausa táknmálstúlkun, sem ekki var áfrýjað til Hæstaréttar.

Umfjöllun Vísis má finna hér.
Umfjöllun Fréttablaðsins má finna hér, á bls. 4 og einnig á myndinni hér að ofan.