Fréttir / News

„Future Cartography – Völu Spá II“ á skrifstofu Réttar

  |   Fréttir af stofunni

Þann 5. apríl síðastliðinn var listaverk eftir Rúrí „Future Cartography – Völu Spá II“ sett upp á skrifstofu Réttar. Verkið sýnir hvernig stór hluti Íslands kynni að líta út ef austur-íshellan á Suðurskautinu myndi bráðna, sem myndi fela í sér 65 metra meðaltalshækkun á yfirborði sjávar. Ljóðlínur úr Völuspá eru felldar inn í verkið.

Ragnar Aðalsteinsson, einn af eigendum Réttar og Rúrí hafa átt farsælt samstarf í gegnum árin, m.a. í tengslum við stofnun Nýlistasafnsins árið 1978.

Áður hafa verkin Gullinn bíll og Afstæði/Relativity eftir Rúrí prýtt veggi skrifstofunnar, en þau voru hluti af sýningunni Konur í Nýló, sem fjallað var um hér.