Fréttir / News

Grein eftir Kristrúnu Ragnarsdóttur í Úlfljóti

  |   Fréttir af stofunni

Í nýútkomnu 1. tölublaði 77. árgangs Úlfljóts er að finna grein skrifaða af Kristrúnu Ragnarsdóttur, lögmanni á Rétti.

Greinin er rituð á sviði höfundarréttar og fjallar um skilyrði höfundarverndar, með áherslu á verk á sviði byggingar- og nytjalistar.

Greinin beinir sjónum að því hvaða verk njóta höfundarverndar og hvaða kröfur þau þurfa að uppfylla. Fjallað er um sjónarmið í íslenskum, norrænum og Evrópurétti, með sérstakri áherslu á byggingar- og nytjalist. Þau verk hafa oft bæði fagurfræðilegan tilgang og nytjatilgang, sem veldur því að sérstök sjónarmið hafa þróast í norrænni framkvæmd um vernd þeirra. Þannig hefur bæði verið haldið fram að gera eigi ríkari kröfur til að þessi verk njóti höfundarverndar sem og að þau njóti takmarkaðri verndar.

Réttur hvetur áhugasöm til þess að kynna sér málefnið betur í Úlfljóti.