Fréttir / News

Jákvæð niðurstaða í máli hælisleitenda

  |   Fréttir af stofunni

Fyrr í þessari viku fengu umbjóðendur Réttar, Regina Osarumaese og þrjú börn hennar, dvalarleyfi á Íslandi. Regina hefur búið á Íslandi í rúmlega þrjú ár og eru tvö af þremur börnum hennar fædd hérlendis. Fjölskyldan hefur því beðið lengi eftir  lokapunkti í máli sínu. Fjallað er um mál fjölskyldunnar í frétt Stundarinnar, sjá hér, en Stundin hefur fjallað umtalsvert um málefni hælisleitenda.

Auður Tinna Aðalbjarnardóttir hdl., Claudie Ashonie Wilson hdl. og Jórunn Pála Jónasdóttir lögfr. unnu sem teymi að málinu og lögðu ríka áherslu á réttindi barnanna sem þekkja ekki annað heimili en Ísland. Um það að niðurstaðan hafi að endingu ráðist af sjálfstæðri stöðu eins barnanna segir Auður:

„Þá er hann að fá sína eigin umfjöllun sem aðili, sem er mjög jákvætt með tilliti til réttinda barna“.

Réttur fagnar þessari niðurstöðu sem er vonandi merki um aukna áherslu á sjálfstæð réttindi barna sem aðila útlendingamála.

Réttur óskar fjölskyldunni velfarnaðar.