Lögmenn Réttar fjalla um flugvélarmál
Tveir lögmenn Réttar, þau Páll Bergþórsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir voru í viðtali í gær vegna frávísunarmálflutnings í máli tveggja kvenna sem hafa verið ákærðar fyrir mótmæli gegn brottvísun hælisleitanda um borð í flugvél Icelandair árið 2016.
Ítarlega hefur verið fjallað um málið í öllum helstu fjölmiðlum landsins, enda þykir fréttnæmt að mótmæli gegn brottvísun eigi sér stað um borð í flugvél og er mjög sjaldgæft að gefnar séu út ákærur í málum sem snúa að friðsömum, pólitískum mótmælum. Þannig hafa RÚV, Mbl.is, Fréttablaðið, Vísir, DV, Stundin, Grapevine, Kjarninn og Kvennablaðið áður greint frá málinu.
Eftir því sem lögmennirnir komast næst hefur aðeins einu sinni áður verið ákært í máli sem varðar álíka mótmæli hérlendis. Það var í svokölluðu flughlauparamáli, þar sem Ragnar Aðalsteinsson, einn af eigendum Réttar, var verjandi ákærðu.