Fréttir / News

Lögmenn Réttar fjalla um flugvélarmál

  |   Fréttir af stofunni

Tveir lögmenn Réttar, þau Páll Bergþórsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir voru í viðtali  í gær vegna frávísunarmálflutnings í máli tveggja kvenna sem hafa verið ákærðar fyrir mótmæli gegn brottvísun hælisleitanda um borð í flugvél Icelandair árið 2016.

Ítarlega hefur verið fjallað um málið í öllum helstu fjölmiðlum landsins, enda þykir fréttnæmt að mótmæli gegn brottvísun eigi sér stað um borð í flugvél og er mjög sjaldgæft að gefnar séu út ákærur í málum sem snúa að friðsömum, pólitískum mótmælum. Þannig hafa RÚVMbl.isFréttablaðiðVísirDVStundinGrapevineKjarninn og Kvennablaðið  áður greint frá málinu.

Eftir því sem lögmennirnir komast næst hefur aðeins einu sinni áður verið ákært í máli sem varðar álíka mótmæli hérlendis. Það var í svokölluðu flughlauparamáli, þar sem Ragnar Aðalsteinsson, einn af eigendum Réttar, var verjandi ákærðu.