Fréttir / News

Myndir: Eyrún Ingadóttir hjá LMFÍ.

Lögmenn Réttar í sérfræðihópi Lögmannafélagsins

  |   Fréttir af stofunni

Fimmtudaginn 5. október 2017 var ályktað á félagsfundi Lögmannafélags Íslands að málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi kunni að brjóta gegn grundvallarréttindum hælisleitenda. Í ályktuninni er skorað á dómsmálaráðherra að tryggja hælisleitendum raunhæf réttarúrræði, aðgang að sjálfstætt starfandi lögmanni frá upphafi málsmeðferðar umsókna þeirra og að sú aðstoð verði greidd úr ríkissjóði. Ályktunin var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, sjá nánar hér í frétt Vísis.

Félagafundur þessi og ályktunin komu í framhaldi af skýrslu sem unnin var af hópi sérfræðinga í málefnum hælisleitenda sem Lögmannafélagið skipaði á vordögum 2017. Af sex sérfræðingum hópsins voru þrír starfsmenn Réttar – Aðalsteinsson & Partners, þau Claudie Ashonie Wilson hdl., Sigurður Örn Hilmarsson hrl. og Hrefna Dögg Gunnarsdóttir hdl., sem hafa öll töluverða starfsreynslu úr þessum málaflokki. Sem dæmi um vinnu þeirra má nefna að Claudie var nýverið fengin sem álitsgjafi í umfjöllun fjölmiðla um réttindi barna á flótta, sjá umfjöllun Vísis hér og Mbl.is hér.