Ragnar Aðalsteinsson fjallar um stjórnskipulega vernd lýðræðis
Í dag birti vefmiðillinn Kjarninn grein eftir Ragnar Aðalsteinsson, lögmann og einn af eigendum Réttar, sem ber heitið „Lýðræðið á hrakhólum“. Í greininni fjallar Ragnar um þrígreiningu ríkisvaldsins, afskipti valdhafa af dómstólum í öðrum Evrópuríkjum, Landsréttarmálið, nauðsyn nýrrar stjórnarskrár og tregðu stjórnmálaflokkanna á Alþingi við að breyta stjórnarskránni. Greinina má lesa hér.
Ragnar hefur lengi verið talsmaður aukins íbúalýðræðis og framþróunar stjórnskipunarréttar og má í því samhengi nefna að þann 19. janúar sl. hélt hann erindið „Geta ákvæði í stjórnarskrá eflt lýðræðið?“ á málþingi á vegum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og Félags stjórnmálafræðinga, sjá hér. Þá hefur áður verið greint frá því á heimasíðu Réttar að Ragnar hefur komið fram sem sérfræðingur í stjórnskipunarrétti vegna stjórnarskrármálefna í Katalóníu, sjá hér og hér.