Fréttir / News

Ragnar Aðalsteinsson fjallar um sýknukröfu í Guðmundar- og Geirfinnsmáli

  |   Fréttir af stofunni

Í gær greindi Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, frá því að farið sé fram á að allir sakborningarnar fimm í málinu verði sýknaðir við endurtekna meðferð þess fyrir Hæstarétti. Ragnar Aðalsteinsson, einn ef eigendum Réttar, er verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar í málinu og hefur lengi beitt sér fyrir endurupptöku málsins.

Ragnar var til viðtals hjá ýmsum fjölmiðlum í gær vegna ákvörðunar ríkissaksóknara m.a. hjá Vísi (sjá hér  og hér), Mbl.is (sjá hér) og í Síðdegisútvarpi Rásar 2 (sjá hér).

Eitt af því sem Ragnar hafði um málið að segja var:

„Þetta skipt­ir miklu máli bæði fyr­ir al­menn­ing í land­inu sem hef­ur aldrei gleymt þessu máli. Þetta skipt­ir líka máli fyr­ir dóm­stól­ana þó það sé aldrei hægt að leiðrétta slík mis­tök en það er þó hægt að gera þá brag­ar­bót sem myndi fel­ast í því að kveða upp sýknu­dóma.“

Þá fjallaði Davíð Þór Björgvinsson um þátt Ragnars í sýknukröfunni í Morgunútvarpinu í morgun og sagði þar:

„Stysta leiðin til þess að skýra þetta er að segja að ég tel að þessi vinna, ja, við getum sagt nefndar innanríkisráðherra, endurupptökunefndar og svo mín vinna, og svo má auðvitað ekki gleyma framlagi lögmannanna í þessu og þá sérstaklega Ragnars Aðalsteinssonar, hún gerir, öll þessi vinna gerir það að verkum að ég tel að það sé búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnunum í málinu, sem eru játningar og framburðir vitna, að það sé ekki komin fram lögfull sönnun fyrir sekt þeirra, eða með öðrum orðum að það beri að sýkna vegna sönnunarskorts.“

Áður hefur verið fjallað um aðkomu Ragnars að málinu á heimasíðu Réttar, sjá hér.