Fréttir / News

Mynd: Ruth Stefnis

Ragnar Aðalsteinsson hlaut fálkaorðuna

  |   Fréttir af stofunni

Í gær, 1. janúar 2019, var Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum. Var Ragnar í 14 manna hópi og fékk viðurkenninguna fyrir fram­lag sitt til mann­rétt­inda­mála og rétt­inda­bar­áttu.

Við samstarfsfólk Ragnars á Rétti óskum honum innilega til hamingju með heiðurinn og teljum hann sannarlega vel að honum kominn.