Réttur hlýtur viðurkenningu Chambers Europe 2024
Í dag hlaut Réttur og starfsmenn Réttar viðurkenningu í nýjustu útgáfu fagtímaritsfyrirtækisins Chambers and Partners, Chambers Europe 2024.
Samkvæmt útgáfunni er Réttur framúrskarandi fyrirtæki við úrlausn ágreiningsmála (e. Dispute resolution), en það er áttunda árið í röð sem Réttur hlýtur viðurkenningu á því sviði. Í útgáfunni segir meðal annars um styrkleika stofunnar: „Réttur – Aðalsteinsson & Partners has a well-regarded dispute resolution team handling a diverse caseload. The law firm assists with commercial litigation, employment disputes and real estate issues. The lawyers also have noteworthy expertise in human rights, constitutional and criminal law cases. The department represents private individuals as well as companies.“
Chambers and Partners byggir niðurstöður Chambers Europe 2024 á viðtölum við viðskiptavini og sérfræðinga og er stofan því sérstaklega stolt af umfjölluninni.
Í Chambers Europe 2024 eru metnir sérstaklega þeir Sigurður Örn Hilmarsson, einn eiganda Réttar og formaður Lögmannafélags Íslands, og Ragnar Aðalsteinsson, sem er einnig eigandi á Rétti.
Sigurður hlaut viðurkenningu á sviði úrlausnar ágreiningsmála sjöunda árið í röð, en um hann segir meðal annars: „Sigurður offers an excellent service with a clear and friendly approach“ auk þess segir að Sigurður veiti skýra ráðgjöf og bregðist vel við.
Þá hlaut Ragnar viðurkenningu fyrir úrlausn ágreiningsmála og hefur því hlotið viðurkenningu þar 18 ár í röð. Um Ragnar segir: „Ragnar Aðalsteinsson is a highly experienced practitioner recognised for his longstanding expertise in the field of dispute resolution. He is known for his particular knowledge in criminal law cases.“
Réttur hlaut einnig viðukenningu fyrr á árinu í útgáfunni Chambers Global 2024, sem má sjá meira um hér.
Réttur fagnar umfjölluninni, þakkar fyrir jákvæðar umsagnir og viðskiptavinum fyrir að velja Rétt.