Réttur hlýtur viðurkenningu Chambers Europe 2025
Alþjóðlega matsfyrirtækið Chambers and Partners birti í dag evrópskar niðurstöður sínar fyrir árið 2025. Samkvæmt niðurstöðu matsfyrirtækisins er Réttur ein af leiðandi lögmannsstofum á Íslandi á sviði úrlausnar ágreiningsmála (e. Dispute resolution), níunda árið í röð, og í fyrsta skipti, jafnframt á sviði fyrirtækja- og viðskiptaréttar (e. Corporate/Commercial), sem eru sérstaklega ánægjulegar fréttir.
Í útgáfu Chambers and Partners segir meðal annars:
„Réttur – Aðalsteinsson & Partners has an astute talent for quickly assessing issues and building a solid strategy. Special credit must also be given for the availability of the partners.“
Sigurður Örn Hilmarsson, einn eigenda Réttar, hlaut einnig viðurkenningu á sviði úrlausnar ágreiningsmála áttunda árið í röð, en í útgáfunni segir meðal annars:
„Sigurður Örn Hilmarsson delivers outstanding service in a friendly and straightforward manner. He is highly responsive and offers clear guidance.“ og einnig: „He has extremely good communication skills and is good at explaining complex legal matters in a calm and polite manner“.
Chambers and Partners byggir niðurstöður sínar meðal annars á viðtölum við viðskiptavini og kollega. Er stofan því sérstaklega stolt af niðurstöðunum. Réttur, og Sigurður, hlutu einnig sambærilegar viðurkenningar fyrr á árinu í útgáfu Chambers Global 2025, sem má sjá meira um hér. Réttur fagnar niðurstöðunum, þakkar fyrir jákvæðar umsagnir og viðskiptavinum fyrir að velja Rétt.