Réttur hlýtur viðurkenningu Chambers Global 2024
Í síðustu viku hlaut Réttur og starfsmenn Réttar viðurkenningu í nýjustu útgáfu fagtímarits matsfyrirtækisins Chambers and Partners, Chambers Global 2024.
Samkvæmt útgáfunni er Réttur framúrskarandi fyrirtæki við úrlausn ágreiningsmála (e. Dispute resolution), en það er sjöunda árið í röð sem Réttur hlýtur viðurkenningu á því sviði. Í útgáfunni segir meðal annars um styrkleika stofunnar: „It is the go-to law firm for human rights issues.“ og „The law firm provides concise and clear advice, and the advice is pragmatic and commercial. All emails are responded to promptly; the lawyers are very responsive.“ Réttur og lögmenn stofunnar eru einnig á uppleið samkvæmt mati Chambers á sviði hugverkaréttar (e. Intellectual Property) og félagaréttar- og viðskiptalögfræði (e. Corporate/Commercial).
Þá segir í umfjöllun Chambers Global 2024 að starfsemi Réttar snerti fjölbreytta málaflokka, svo sem á sviði viðskipta, félagaréttar, vinnuréttar og fasteignamála og að stofan fari með mál fyrir einstaklinga jafnt sem lögaðila. Jafnframt hafi starfsfólk Réttar eftirtektarverða sérhæfingu á sviði mannréttinda, stjórnskipunarréttar og refsiréttar.
Chambers and Partners byggir niðurstöður Chambers Global 2024 á viðtölum við viðskiptavini og sérfræðinga og er stofan því sérstaklega stolt af umfjölluninni.
Í Chambers Global 2024 eru metnir sérstaklega þeir Sigurður Örn Hilmarsson, einn eiganda Réttar og formaður Lögmannafélags Íslands, og Ragnar Aðalsteinsson, sem er einnig eigandi á Rétti. Sigurður hlaut viðurkenningu á sviði úrlausnar ágreiningsmála en um hann segir: „Sigurður Örn Hilmarsson possesses a strong reputation within the Icelandic dispute resolution sphere. His practice encompasses a broad range of expertise, from commercial litigation and employment disputes to human rights and constitutional law cases.“ Þar að auki segja umsagnir um Sigurð að hann veiti framúrskarandi og skýra ráðgjöf.
Þá hlaut Ragnar viðurkenningu varðandi úrlausn ágreiningsmála og hefur því hlotið viðurkenningu þar 18 ár í röð. Um Ragnar segir: „Ragnar Aðalsteinsson is a highly experienced practitioner recognised for his longstanding expertise in the field of dispute resolution. He is known for his particular knowledge in criminal law cases.“
Réttur fagnar umfjölluninni, þakkar fyrir jákvæðar umsagnir og viðskiptavinum fyrir að velja Rétt.