Réttur hlýtur viðurkenningu Legal500
Réttur og lögmenn stofunnar fengu á dögunum viðurkenningu frá erlenda matsfyrirtækinu Legal500 á fjölbreyttum sviðum. Réttur fékk áfram hæstu einkunn sem framúrskarandi lögmannsstofa á sviði úrlausnar ágreiningsefna eða Dispute Resolution. Þar að auki hlaut Rettur áframhaldandi viðurkenningar á sviði hugverkaréttinda og upplýsingatækni (TMT and IP), endurskipulagningar og gjaldþrotaskipta (Restructuring and Insolvency) og fyrirtækja- og viðskiptaréttar (Commercial, Corporate and M&A).
Þá er gaman að segja frá því að í ár bætir Réttur við sig tilnefningu á sviði Evrópu- og samkeppnisréttar (EEA and competition). Réttur er sérstaklega tilgreindur sem ‚Firms to Watch‘ á lista Legal500 og tekið fram að Védís Eva Guðmundsdóttir, einn eigenda Réttar, hafi gengið til liðs við stofuna frá eftirlitsstofnun EFTA í september 2022.
Í umfjöllun Legal500 um Rétt og sérþekkingu á sviði úrlausnar ágreiningsmála, kemur m.a. fram um eigendur stofunnar, að Sigrún Ingibjörg Gísladóttir sé reyndur málflytjandi sem hafi m.a. reynslu af málflutningi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, að Sigurður Örn Hilmarsson sé sérfræðingur í fyrirtækjalögfræði og á sviði eigna- og stjórnskipunarréttar, og að Védís Eva Guðmundsdóttir búi yfir sérstökum styrkleikum við að fást við mál sem teygja sig umfram landsteinana. Þá segir að Katrín Oddsdóttir, lögmaður og ráðgjafi á Rétti, sé leiðtogi á sviði mannréttinda, málefna innflytjenda og umhverfisverndar. Um störf stofunnar á sviði úrlausn ágreiningsefna segir í umsögn viðskiptavinar um stofuna að: „We appreciate their extensive knowledge of copyright and related matters. Quick response in sensitive matters and exceptional behaviour with clients who seek their help.“
Á sviði fyrirtækja- og viðskiptaréttar hlaut Stefán Örn Stefánsson viðurkenningu sem rísandi stjarna og segir í umsögn viðskiptavina um hann og Sigurð Örn Hilmarsson, einn eiganda Réttar sem leiðir það svið á stofunni: „They give you all their attention and make you feel like being taken care of. Sigurður Örn Hilmarsson and Stefán Örn Stefánsson have helped our company with different projects and they have really done a great job for us so far.“
Í umsögn Legal500 segir einnig að Réttur sé leiðandi á sviði endurskipulagningar- og gjaldþrotaskipta, og að Alexander Hafþórsson sé lykilstarfsmaður stofunnar á því sviði sem Sigurður Örn Hilmarsson leiðir, en Alexander hlaut viðurkenningu sem Recommended lawyer. Á sviði hugverkaréttinda og upplýsingatækni fær Sigrún Ingibjörg Gísladóttir sérstaka viðurkenningu á því sviði sem „Next Generation Partner“ og hún sé mjög áberandi á því sviði. Þá hafi Védís Eva Guðmunsdóttir sérþekkingu á upplýsingatækni, og segir um Rétt að stofan komi fram fyrir hönd listamanna, rithöfunda og stéttarfélaga þeirra.
Réttur fagnar umfjöllun Legal500 og er stofan stolt af lögmönnum stofunnar. Þá þökkum við viðskiptavinum fyrir svo jákvæðar umsagnir.