Réttur framúrskarandi lögmannsstofa samkvæmt Legal500
Alþjóðlega matsfyrirtækið Legal500 hefur birt niðurstöður sínar fyrir árið 2025 og hlaut Réttur, og lögmenn Réttar, viðurkenningar á fimm mismunandi réttarsviðum. Réttur hlýtur viðurkenningu sem framúrskarandi lögmannsstofa (Top tier) á sviði úrlausnar ágreiningsmála (Dispute Resolution) og endurskipulagningar og gjaldþrotaskipta (Restructuring and Insolvency). Auk þess hlaut Réttur viðurkenningar (Tier 2) á sviði hugverkaréttar og upplýsingatækni (TMT and IP), fyrirtækja- og viðskiptaréttar (Commercial, Corporate and M&A) og á sviði Evrópu- og samkeppnisréttar (EEA and competition).
Í umsögnum viðskiptavina um Rétt segir m.a.:
“Potential clients should know that the firm is always ready to listen and determine the best approach for each situation. Their teamwork and professionalism are evident in every detail of their service. That’s why we highly recommend engaging their team.”
“Rettur is an exceptional firm with a distinctive approach. What truly sets their team apart is their ability to handle complex issues promptly and effectively. Their proactive approach and deep understanding of the financial aspects of legal matters are impressive. We look forward to choosing them again and again.”
Sigurður Örn Hilmarsson, eigandi á Rétti, hlaut fjórar viðurkenningar. Hlaut hann hæstu viðurkenningu (Hall of Fame) á sviði úrlausnar ágreiningsmála, auk þess hlaut hann viðurkenningar sem leiðandi eigandi (Leading Partner) á sviði fyrirtækja- og viðskiptaréttar (Commercial, Corporate and M&A), á sviði endurskipulagninga og gjaldþrotaskipta (Restructuring and Insolvency), og á sviði hugverkaréttar og upplýsingatækni (TMT & IP). Um Sigurð segir m.a.:
“Sigurður Örn Hilmarsson is a standout advocate and known not only for his sharp negotiation skills but also for his deep commercial insight. His ability to grasp the nuances of complex issues gives him a unique edge in navigating towards successful outcomes.”
Jafnframt hlaut Stefán Örn Stefánsson, eigandi á Rétti, tvær viðurkenningar, sem næstu kynslóðar eigandi (Next Generation Partner), á sviði fyrirtækja- og viðskiptaréttar (Commercial, Corporate and M&A), og á sviði endurskipulagninga og gjaldþrotaskipta (Restructuring and Insolvency). Um Stefán segir m.a.:
“We have primarily worked with Sigurður Örn Hilmarsson and Stefán Örn Stefánsson from the firm. Both have handled their responsibilities with the utmost professionalism. In recent months, Stefán has been our main point of contact, and his contributions have been incredibly valuable to the company. I can’t recommend him highly enough.”
Að auki hlaut Oddur Ástráðsson, eigandi á Rétti, viðurkenningu sem næstu kynslóðar eigandi (Next Generation Partner) á sviði úrlausnar ágreiningsmála (Dispute Resolution), auk þess að koma til umfjöllunar vegna þjónustu á sviði fyrirtækja- og viðskiptaréttar (Commercial, Corporate and M&A) og Evrópu- og samkeppnisréttar (EEA & Competition). Um Odd segir m.a.:
“Oddur Ástráðsson is a brilliant lawyer. He is professional and does great work.”
Þá hlaut Alexander Hafþórsson viðurkenningar sem leiðandi fulltrúi (Leading Associate) á sviði fyrirtækja- og viðskiptaréttar (Commercial, Corporate and M&A) og á sviði úrlausnar ágreiningsmála (Dispute Resolution). Um Alexander segir m.a.:
“Alexander Hafþórsson has been great, easy to work with, professional and relatable […]. I’m confident that the law firm has my best interest at heart.’”
Legal500 byggir niðurstöður sínar meðal annars á viðtölum við viðskiptavini og kollega. Er stofan því sérstaklega stolt af niðurstöðunum og því að Réttur hefur hlotið sérstaka viðurkenningu fyrir ánægju viðskiptavina (Client Satisfaction Score). Réttur fagnar niðurstöðunum, þakkar fyrir jákvæðar umsagnir og viðskiptavinum fyrir að velja Rétt.