Réttur | Sigríður Rut skipuð héraðsdómari
9495
single,single-post,postid-9495,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,,,wpb-js-composer js-comp-ver-3.6.12,vc_responsive
 

Fréttir / News

sigridur-800x800

Sigríður Rut skipuð héraðsdómari

  |   Fréttir af stofunni

Nýlega var frá því greint að Sigríður Rut Júlíusdóttir, stofnandi Réttar ásamt Ragnari Aðalsteinssyni og eigandi að stofunni til síðustu 19 ára hefði verið metin hæfust umsækjenda í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, og hefði verið skipuð sem dómari í kjölfarið. Stjórnarráðið og Vísir hafa m.a. fjallað um málið og það að Rut hafi verið talin hæfust níu umsækjenda.

Framlag Rutar til lögmennsku á Íslandi hefur verið mikilsvert og hefur hún flutt ýmis grundvallardómsmál, m.a. á sviði  fjölmiðla- og tjáningarfrelsisréttar svo sem fjallað hefur verið um á heimasíðu Réttar. Þá hefur Rut leitt þungavigtarstörf stofunnar við ráðgjöf á sviði höfundaréttar undanfarin ár, en aðrir lögmenn úr sama verkefnateymi, einkum meðeigendur hennar, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir og Sigurður Örn Hilmarsson, munu taka við störfum hennar á því sviði. Reynsla lögmannanna af höfunda- og samningarétti mun nýtast vel í þessum lykilþætti starfsemi stofunnar.

Réttur óskar Rut og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með áfangann. Hennar verður saknað úr lögmennsku en kraftar hennar munu vafalaust nýtast vel á nýjum starfsvettvangi.