Fréttir / News

Sigrún Ingibjörg stýrir pallborðsumræðum MHÍ

  |   Fréttir af stofunni

Þann 1. febrúar sl. efndu Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og Rauði krossinn á Íslandi til fyrirlesturs og pallborðsumræðna í tilefni af skýrslu RKÍ um stöðu fólks í „umborinni dvöl“ á Íslandi. Umfjöllunarefni málþingsins var erfið staða fólks sem fengið hefur lokasynjun á umsókn sinni um alþjólega vernd en brottflutningur þeirra úr landi er ekki framkvæmanlegur vegna sértækra aðstæðna. Á málþinginu var fjallað um raunveruleika einstaklinga í þessari stöðu og þau fræðilegu sjónarmið sem þýðingu hafa fyrir efnið.

Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, eigandi á Rétti og stjórnarmaður í Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, var ein af fyrirlesurum málþingsins og stýrði umræðum. Viðtal við Sigrúnu vegna málþingsins birtist í Fréttablaðinu þann 1. febrúar sl. en áhugasamir geta nálgast það hér: https://frettabladid.overcastcdn.com/documents/230201.pdf