Umfjöllun um lögmenn Réttar hjá Chambers 2023
Réttur hefur hlotið viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki við úrlausn ágreiningsmála (e. Dispute Resolution) í nýjustu útgáfum fagtímarits matsfyrirtækisins Chambers and Partners, Chambers Europe 2023 og Chambers Global 2023.
Um stofuna segirmeðal annars: „Réttur – Aðalsteinsson & Partners has a well-regarded dispute resolution team handling a diverse caseload. The law firm assists with commercial litigation, employment disputes and real estate issues. The lawyers also have noteworthy expertise in human rights, constitutional and criminal law cases. The department represents companies as well as private individuals.“
Um styrkleika stofunnar segir: “The lawyers have a high degree of commercial understanding and awareness. They are able and willing to work fast and efficiently.” og “The law firm has a broad team with vast practical experience.”
Þá hafa tveir lögmenn stofunnar einnig hlotið viðurkenningu matsfyrirtækisins í nýjustu útgáfu þess. Ragnar Aðalsteinsson hlaut þar viðurkenningu á sama sviði, en Ragnar hefur hlotið þar viðurkenningu 17 ár í röð. Í umfjöllun Chambers segir um Ragnar:
„Ragnar Aðalsteinsson is a highly experienced practitioner recognised for his longstanding expertise in the field of dispute resolution. He has particular knowledge in criminal law cases.“
Sigurður Örn Hilmarsson hlaut einnig viðurkenningu á sama sviði sjötta árið í röð og í umfjöllun Chambers um Sigurð Örn segir:
„Advancing in the rankings, Sigurður Örn Hilmarsson possesses a strong reputation within the Icelandic dispute resolution sphere. His practice encompasses a broad range of expertise, from commercial litigation and employment disputes to human rights and constitutional law cases.“
Er jafnframt nefndur sá styrkleiki Sigurðar að hann sé einstaklega sterkur málflytjandi og lögmaður sem er sérstaklega mælskur og skilvirkur.
Réttur og lögmenn stofunnar eru einnig á uppleið samkvæmt mati Chambers á sviði félagaréttar og viðskiptalögfræði (e. Corporate/Commercial) og á sviði hugverkaréttar (e. Intellectual Property).
Réttur fagnar viðurkenningunum og þakkar viðskiptavinum stofunnar fyrir góðar umsagnir og fyrir að velja Rétt.