Fréttir / News

Viðtal við Claudiu Wilson lögfræðing hjá Rétti

  |   Fréttir af stofunni

Claudia Ashonie Wilson, lögfræðingur hjá Rétti, er fyrsti nemandi af erlendu bergi brotinn sem lýkur fullnaðarnámi í lögfræði með meistarapróf frá Háskólanum í Reykjavík. Viðtal við Claudiu birtist í Kastljósi 30. september síðastliðinn. Viðtalið vakti talsverða athygli og hefur Claudia fengið mjög jávæð viðbrögð við því, enda ekki á hverjum degi sem fjallað er um slík afrek í fjölmiðlum. Claudia hyggst sérhæfa sig í mannréttindum og stefnir á að verða dómari. Réttur lögmannsstofa óskar Claudiu innilega til hamingju með árangurinn.