Nýársfregnir 2021
Árið 2020 voru lögmenn Réttar – Adalsteinsson & Partners reglulega í fréttum og má hér finna nokkur áhugaverð mál. Sakamál, skaðabótaréttur, vinnuréttur og tjáningarfrelsi ...
Rætur Réttar má rekja til ársins 1969 þegar Ragnar Aðalsteinsson stofnaði lögmannsstofu sína. Meðeigendur Ragnars í Rétti eru Sigríður Rut Júlíusdóttir, Kári Hólmar Ragnarsson, Sigurður Örn Hilmarsson, Friðrik Ársælsson og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir. Allt frá stofnun stofunnar hefur áhersla verið lögð á framgang réttarins með manngildishugsjón að leiðarljósi og veitir Réttur þannig fólki og félögum alhliða þjónustu í sókn og vörn réttinda sinna. Hugmyndafræðilegur grundvöllur Réttar er óbreyttur frá árdögum Ragnars Aðalsteinssonar í sjálfstæðri lögmennsku, þ.e. að lögmaðurinn gegni hlutverki bæði sem þjónn og verndari réttarins, ekki síst hvað varðar
hagsmunagæslu fyrir almenning gagnvart sérhagsmunum, stórfyrirtækjum og ríkisvaldi. Lögmenn stofunnar hafa mikla reynslu af málflutningi og hafa unnið að flóknum málum á fjölmörgum réttarsviðum. Þeir búa yfir sérhæfingu á sviði mannréttinda, höfundaréttar, stjórnskipunarréttar, eignarréttar, skaðabótaréttar, samkeppnisréttar, kröfu- og samningaréttar og réttarfars. Réttur annast víðtæka hagsmunagæslu fyrir skjólstæðinga sína og veitir þeim ráðgjöf um lagalegan rétt sinn auk þess að sækja hann eða verja með samningaleiðinni þegar hún er fær en málflutningi fyrir dómstólum þegar á þarf að halda.
Eigendur stofunnar deila þeirri hugsjón að það séu grundvallarréttindi alls fólks að vera jafnt fyrir lögum og hafa aðgang að vandaðri þjónustu til þess að þekkja lögbundinn rétt sinn og standa á honum. Réttur veitir faglega og vandaða ráðgjöf á flestum sviðum lögfræðinnar. Stofan aðstoðar bæði innlend og erlend fyrirtæki, einstaklinga, félög, félagasamtök, stofnanir og sveitarfélög.
Lögmenn Réttar búa yfir umfangsmikilli reynslu af umsjón þrotabúa, rekstri riftunarmála og öðrum málum tengdum gjaldþrotum einstaklinga og lögaðila. Lögmenn stofunnar hafa jafnframt víðtæka reynslu af ráðgjöf í tengslum við alþjóðlegar slitameðferðir fjármálafyrirtækja. Sjá umsögn Legal500.
Umfangsmikil sérþekking á sviði hugverkaréttar er meðal lögmanna Réttar sem hafa unnið áratugum saman á þessu sviði með góðum árangri. Við sérhæfum okkur í meðferð og vernd hvers konar hugverka og auðkennaréttinda, s.s. ritverka, listaverka, uppfinninga, vísindarannsókna, vörumerkja og einkaleyfa. Sigríður Rut Júlíusdóttir hrl., einn eigenda stofunnar, er skipuð sem sérfræðingur í höfundaréttarnefnd og hefur víðtæka reynslu af samningagerð og rekstri dómsmála á sviði hugvekaréttar. Réttur hefur meðal annars veitt Þjóðleikhúsinu, Nýlistasafninu, og Rithöfundasambandi Íslands ráðgjöf á þessu sviði, auk fjölmargra listamanna. Sjá umsögn Legal500.
Árið 2020 voru lögmenn Réttar – Adalsteinsson & Partners reglulega í fréttum og má hér finna nokkur áhugaverð mál. Sakamál, skaðabótaréttur, vinnuréttur og tjáningarfrelsi ...
Claudia Ashanie Wilson, ein af eigendum Réttar, er í forsíðuviðtali í nýjasta helgarblaði DV, en Claudia er ein af okkar helstu sérfræðingum í útlendingarétti. Í viðtalinu talar Claudi...
Claudie Ashonie Wilson hefur bæst í hóp eigenda hér á Rétti – Aðalsteinsson & Partners. Fjallað hefur verið um málið í fréttum Vísis og Viðskiptablaðsins í dag. Helstu sérsv...