Fréttir / News

Áhugamál lögmanns vekur athygli Viðskiptablaðsins

  |   Fréttir af stofunni

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins er að finna viðtal við Sigurð Örn Hilmarsson, einn af eigendum Réttar lögmannsstofu. Þar er fjallað um lífshlaup Sigurðar í stuttu máli og fjölbreytt störf hans á Rétti. Um verkefni Réttar segir Sigurður:

“Hluti af málunum okkar fer í réttindagæslu fyrir hælisleitendur, öryrkja og aðra hópa sem hafa farið halloka í samfélaginu. Þannig að fyrir hádegi er ég kannski að vinna í slíku máli og eftir hádegi fer ég beint í að vinna að lánasamningum fyrir stór alþjóðleg fjármálafyrirtæki. Það er lögð áhersla á þetta hjá Rétti, að hafa verkefnin fjölbreytt.”

Brot af viðtalinu við Sigurð birtist á vef Viðskiptablaðsins. Mestan áhuga blaðamanns vekur sú staðreynd að Sigurður er sauðfjárbóndi í tómstundum.

Gaman er að segja frá því að Sigurður er ekki eini sauðfjárbóndinn á Rétti. Þar gefur bóndadóttirin úr Flóanum, Fanney Hrund Hilmarsdóttir, ekkert eftir enda hefur henni tekist að rækta sérstaklega kjötmikið og fallegt fé (að eigin sögn).

Að lokum er rétt að geta þess að Sigurður Örn hefur alið tvö myndarleg svín og landnámshænur í tómstundabúskap sínum, en ljóst má vera að það mál er efni í aðra frétt.