Fréttir / News

Claudia í helgarblaði DV

  |   Fréttir af stofunni

Claudia Ashanie Wilson, ein af eigendum Réttar, er í forsíðuviðtali í nýjasta helgarblaði DV, en Claudia er ein af okkar helstu sérfræðingum í útlendingarétti. Í viðtalinu talar Claudia um þróunina í málum útlendinga og flóttamanna og telur hafa orðið afturför í málsmeðferð þeirra mála. Brot úr viðtalinu má lesa hér.

„Við hjá Rétti höfum verið að taka þessi mál annaðhvort alveg pro bono eða að hluta til. Þetta er hluti af stefnu okkar um samfélagslega ábyrgð auk þess sem Réttur vinnur að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þar sem stefnan er tekin á aukinn jöfnuð, frið og réttlæti.“

Claudia hefur náð góðum árangri í málum umsækjenda um alþjóðlega vernd og má t.d. benda á mál afganskra feðgina og mál 17 ára íransks transdrengs. Claudia stóð einnig, ásamt öðrum lögmönnum Réttar, að útgáfu skýrslu um jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði.