Fréttir / News

Ferðaáhugi lögmanns vekur athygli

  |   Fréttir af stofunni

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins er að finna viðtal við Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur, einn af eigendum Réttar, um starfsferil hennar og áhugamál. Lesa má hluta úr viðtalinu á heimasíðu Viðskiptablaðsins, sjá hér.

Um starf sitt á Rétti segir Sigrún:

„Vinna mín hér hefur aðallega verið tvíþætt, það er annars vegar í alþjóðlegum fyrirtækjarétti þar sem ég vann stundum með innlendan rétt og stundum með erlendan og hvernig þetta allt spilar saman. Síðan hef ég einnig mikið starfað í mannréttindamálum og fjölmiðlarétti, þar sem ég var að verja tjáningarfrelsi fjölmiðla, til dæmis var ég í lögbannsmálinu gegn Stundinni.“

Þá vekur áhuga blaðamanns að Sigrún hefur ferðast á ýmsar framandi slóðir, m.a. til Úganda, Rúanda, Kenýa og Tansaníu í tjaldferðalagi síðasta sumar. Í þeirri ferð nutu Sigrún og kærasti hennar þess að hitta fjallagórillur undir leiðsögn heimamanna.

Gaman er frá því að segja að Sigrún er ekki eini starfsmaður Réttar sem hefur ferðast til Austur-Afríku, en árið 1994 tók Ragnar Aðalsteinsson þátt í kosningaeftirliti á vegum Sameinuðu þjóðanna í Mósambík í fyrstu lýðræðislegu kosningum ríkisins.