Fréttir / News

Fjórir lögmenn Réttar í nýjasta Úlfljóti

  |   Fréttir af stofunni

Í nýútkomnu 4. tbl. 2020 árgangs Úlfljóts, tímarits laganema má finna þá ánægjulegu staðreynd að fjórir lögmenn stofunnar eiga birt efni og eru þannig í meirihluta höfunda greina ritsins.

Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Sigrún Ingibjörg Gísladóttur skrifuðu grein um mál Freyju Haraldsdóttur, rannsóknarregluna, foreldrahlutverkið og fatlað fólk. Í greininni er ljósi varpað á samhengi niðurstöðu Freyju við innlenda dómaframkvæmd og dóma Mannréttindadómstóls Evrópu.

Sigurður Örn Hilmarsson skrifaði grein um hluthafasamkomulög, stöðu þeirra í íslenskum félagarétti, efni þeirra og helstu álitaefni sem kunna að rísa í tengslum við þau. Ritstjóri vekur sérstaka athygli á að grein Sigurðar felur í sér fyrstu opinberu og heildstæðu umfjöllunina um efnið hérlendis. Þá hefur Viðskiptablaðið fjallað um grein Sigurðar.

Í fræðabálki gerir Védís Eva Guðmundsdóttir ásamt Geir Gestssyni á Mörkinni lögmannsstofu svo grein fyrir málsmeðferð fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu skv. 43. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, þar sem þau fluttu fyrsta málið gegn Íslandi fyrir yfirdeildinni .

Réttur er stoltur styrktaraðili Úlfljóts árið 2020.